Eignarhlutur Afls fjárfestingarfélags dótturfélags Atorku Group hf. í Low and Bonar plc. er nú 20,28%. Tilkynning vegna þessa birtist á fréttavef London Stock Exchange þann 5. apríl 2005.

Afl hefur jafnt og þétt eignast hlut í Low and Bonar plc. Það hefur gengið fyrir sig með eftirfarandi hætti:
9. des. 2004: Afl eignast 18,12% í Low and Bonar.
16. nóv. 2004: Afl komið upp í 17,05% í Low and Bonar
11. nóv. 2004: Auka hlut sinn í Low and Bonar í 16,8%.
4. nóv. 2004: Afl eignast 14,49% eignarhlut Low and Bonar.

Low and Bonar plc. er sérhæft iðnfyrirtæki með þrjár rekstrareiningar, gólfefnaframleiðlu, plastiðnað og vefnaðarframleiðslu s.s. framleiðslu á gervigrasi. Stjórnendur félagsins hafa tilkynnt um frekari áform um stækkun í gegnum kaup og yfirtökur á félögum í tengum rekstri. Félagið lauk einni yfirtöku á árinu 2004.