Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.289 milljörðum króna í lok janúar og lækkuðu um 47 milljarða í mánuðinum.

Útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um tæpa 40 milljarða í mánuðinum og námu 1.007 milljörðum króna í janúarlok.

Útlán til heimila námu 618 milljörðum króna í lok janúar og lækkuðu um 11 milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en tölur fyrir janúar og desember eru bráðabirgðatölur og geta breyst.