Hrein eign lífeyrissjóða var 1.636 milljarðar króna í lok október sl. og lækkaði í mánuðinum um 202,5 milljarða króna.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en samkvæmt bankanum eru þetta fyrstu tölur sem snerta efnahagsyfirlit lífeyrissjóða eftir hrun íslensku bankanna.

Þá kemur fram að innlend hlutabréf lækkuðu mjög mikið í októbermánuði eða úr 141 milljarði króna í í 35,2 milljarða króna.

Þá lækkuðu innlendir verðbréfasjóðir um 49 milljarða króna og verðbréf innlánsstofnana um 35,4 milljarða króna.

Sömuleiðis lækkuðu verðbréf fyrirtækja um 26,8 milljarða króna og erlendir hlutabréfasjóðir um 22,4 milljarða króna í mánuðinum.

Seðlabankinn sér þó ástæðu til að benda á að enn er mikil óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna. Undir liðnum aðrar eignir, nettó eru m.a. færðar niðurfærslur skuldabréfa þar sem óvissa er um endanlegt uppgjör