Sjóvá
Sjóvá
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum króna í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir króna milli mánaða. Útlán og markaðsverðbréf, sem nema 63% af heildareignum, hækkuðu um 527 milljónir króna í mánuðinum og námu 92 milljörðum króna. Sú hækkun er aðallega tilkomin vegna gengisbundinna markaðsskuldabréfa sem hækkuðu um 568 milljónir króna í maí. Aðrar eignir, sem eru að mestu hlutdeildarfélög, dótturfélög og kröfur á vátryggingartaka, námu 32,8 milljörðum króna í lok maí og lækkuðu um 1,3 milljarða króna í mánuðinum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands.