Heildareignir tryggingarfélaga námu 136,2 milljörðum króna í lok desember sl. og hækkuðu um 575 milljónir króna á milli mánaða, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands .

Handbært fé lækkaði um 1,3 milljarða og nam 9,6 milljörðum króna. Útlán og markaðsverðbréf námu rúmlega 87 milljörðum og lækkuðu lítillega á milli mánaða eða um 43 milljónir. Aðrar eignir námu 30,7 milljörðum króna og hækkuðu um 1,5 milljarða.

Skuldir tryggingarfélaga námu rúmlega 78 milljörðum króna og eigið fé nam rúmum 58 milljörðum og hækkaði um 1,2 milljarða í lok desember.

Tölur fyrir desembermánuð eru bráðabirgðatölur og geta breyst, segir á vefsíðu Seðlabankans.