Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 13,7 milljónum evra, eða 2,25 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í uppgjöri Eimskips fyrir þriðja fjórðung sem birt hefur verið í Kauphöllinni. Hagnaðurinn var 833 milljónir króna á þriðja fjórðungi.

Í morgunpósti IFS er fjallað um uppgjörið. Þar segir að stjórnendur séu ánægðir með afkomu af alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun og áætlunarsiglingum í Færeyjum, Noregi og Norður-Ameríku. Hins vegar segja þeir hana undir væntingum vegna flutninga til og frá Íslandi, þótt magn hafi aukist.