Eimskip hefur fest kaup á 49 prósent hlutafjár í norska flutningafyrirtækinu CTG en fyrir átti félagið 51 prósent og hefur Eimskip með þessu eignast félagið að fullu.

Mikil samlegðaráhrif eru milli fyrirtækjanna og styrkja kaupin enn frekar stöðu Eimskips í flutningum og geymslu á frystum og kældum sjávarafurðum. CTG sérhæfir sig í flutningum og geymslu á frystum og kældum sjávarafurðum ásamt tengdri þjónustu.
Flutningakerfið CTG samanstendur af 12 frysti- og kæliskipum og fimm frystigeymslum við strendur Noregs. Einnig er félagið með í smíðum fjögur sérhönnuð frysti- og kæliskip. CTG á kauprétt á fjórum frysti- og kæliskipum til viðbótar.

CTG hefur verið í meirihlutaeigu Eimskip frá því í janúar 2004 og er virði félagsins rúmlega milljarður króna. Velta ársins verður rúmlega 1,5 milljarður króna sem er mikil aukning frá fyrra ár og er gert ráð fyrir að velta félagsins haldist áfram að vaxa hratt.

Kaupin á CTG eru hluti af uppbyggingu flutningakerfis Eimskip sem hið öflugasta í þjónustu við sjávarútveginn á heimsvísu. Eimskið hefur stigið stórt skerf í átt að því markmiði að verða leiðandi í frystiflutningaþjónustu á Norður Atlantshafi og að bjóða upp á öflugasta framleiðslukerfi í bæði gáma og frystiskipaflutningum.