Þetta er í góðu ferli. Það er ekki formlega búið að ákveða dagsetningu. Félagið verður skráð á markað á síðasta ársfjórðungi, væntanlega í október,“ segir Bragi Ragnarsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins. Hann bendir á að þótt vinna við skráninguna hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði sé enn mörgu ólokið.

Þar á meðal hversu stór hlutur félagsins verði skráður á markað. Í Viðskiptablaðinu í apríl var talið að hluturinn gæti numið á bilinu 30 til 35%. „Þessar tölur liggja ekki fyrir. Ég á von á að málið verði afgreitt á stjórnarfundi í fyrri hluta ágúst,“ segir Bragi.