*

sunnudagur, 25. október 2020
Innlent 25. september 2020 16:41

Eimskip og Icelandair lækkuðu mest

Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um tæp 5% og Icelandair um tæp 3% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn

Heildarviðskipti í Kauphöll Nasdaq á Íslandi á nýloknum viðskiptadegi námu um 1,2 milljörðum króna. Lítið var um hækkanir á gengi hlutabréfa þeirra félaga sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallarinnar en þrátt fyrir það hækkaði gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar um 0,25%.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 0,6% í 369 milljóna króna veltu, en mesta velta viðskiptadagsins var einmitt með umrædd bréf. Næstmest hækkaði gengi tryggingafélagsins VÍS, eða um 0,47% í 99 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 4,89% í 262 milljóna króna veltu. Næstmest lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair, eða um 2,63% í 26 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Marel Eimskip Kauphöll Icelandair Nasdaq VÍS