Eimskipafélag Íslands hf. hefur óskað eftir 50.000 fermetra lóð á iðnaðarsvæðinu við höfnina á Hrauni við Reyðarfirði þar sem álver Fjarðaáls verður. Áform eru um að byggja upp framtíðar þjónustumiðstöð fyrirtækisins fyrir flutninga félagsins á sjó og landi, að og frá Austurlandi á Reyðarfirði.

Mikill áhugi hefur verið fyrir lóðunum og ljóst er að útflutningur frá höfninni verður mjög mikill þegar fram líða stundir sér í lagi vegna afurða frá álverinu en höfnin er einnig álitlegur kostur fyrir flutningsaðila sér í lagi þar sem lega hennar er miðsvæðis á Austurlandi og samgöngur norður og suður fara batnandi. Í dag eru aðal umsvif Eimskipafélagsins á höfninni á Eskifirði en það kunna að verða breytingar á því þegar álvershöfnin kemst í gagnið.