Mikið af „óhreinu fé“ er í umferð í íslensku bönkunum. Um peningaþvætti er að ræða. Efnhags- og viðskiptaráðherra á að beita sér fyrir því að Seðlabankinn rannsaki málið, segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vitnaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Þorvaldur Gylfason prófessor hafi haft eftir fyrrverandi ónafngreindum seðlabankastjóra nýverið að ein af ástæðum þess að bankarnir starfi undir leyndarhjúpi frekar en fyrir opnun tjöldum sé sú að mikið sé af óhreinu fé í umferð í bönkunum.

Einar lagði á það þunga áherslu að seðlabankastjórinn fyrrverandi stígi fram. Geri hann það ekki hljóti það að flokkast til meinsæris.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, tók undir mikilvægi þess með Einari að fara ofan í saumana á málinu og rannsaka það. Á hinn bóginn taldi hann ólíklegt að grunsemdirnar eigi við rök að styðjast.

„Við búum við gjaldeyrishöft og bankar fjármagnaðir með innlánum. Það hýtur að takmarka umferð á óhreinu fé í umferð í bönkunum. En Seðlabankinn á að uppýsa um það ef hann telur óhreint fé vera í íslensku fjármálakerfi. Ég geng út frá því að seðlabankinn viti um þær grunsemdir sem einhverjir fyrrverandi seðlabankastjórar kunni að hafa,“ svaraði hann.