Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson.
Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson.

Einar Þór Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ormsson. Hann tekur við starfinu af Andrési B. Sigurðssyni, sem hefur starfað hjá Ormsson í 20 ár. Einar hefur verið fjármálastjóri Ormsson síðustu tíu ár.

Fram kemur á vef Ormsson að áður en Einar kom til starfa hjá fyrirtækinu árið 2003 var hann fjármálastjóri hjá Fiskafurðum útgerð og Eimskipi. Einar tók við starfinu hjá Ormsson í dag.

Einar Þór Magnússon er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og  útskrifaðist sem Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1994. Hann er kvæntur Elínu Haraldsdóttur keramikhönnuði og saman eiga þau þrjú börn.

Á vef Ormsson er haft eftir Árna Þór Árnasyni,stjórnarformanni Ormsson, í tengslum við ráðning Einars að framundan eru spennandi verkefni með eldri vel þekktum vörumerkjum eins og AEG og HTH og ekki síður með Samsug, einu öflugasta vörumerkinu í sjónvörpum, hljómtækjum, fartölvum.