Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashions, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi kannski ekki einbeitt sér nægilega vel að rekstri kjarnaverslananna vegna þess hve niðursokknir þeir voru í 353 milljón punda (45,7 milljarðar króna) yfirtöku á Rubicon. Þetta kemur fram í frétt The Daily Telegraph.

Talið er að hagnaður Mosaic Fashions muni dragast saman um 14% milli ára, segir í fréttinni. Félagið mun birta ársuppgjör sitt, fyrir fjórða ársfjórðung, næsta miðvikudag. Slakur árangur Oasis og Shoe Studio Group er talin eiga þar sök að máli.

Meðal vörumerkja Mosaic Fashions er Karen Millen, Principles, Warehouse og Coast en þau eru lykillinn að velgengni tískusviðs sem á að höfða til ungs fólks hjá House of Fraser. Baugur leiddi 351 milljón punda (45 milljarða króna) yfirtöku á því félagi í nóvember.

Velta Oasis dróst saman um sex prósent á þriðjafjórðungi en stjórnendur misreiknaðu hvað yrði í tísku. Lovelock er bjartsýnn áframhaldið en hann hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og vörumerkjastjóra til Oasis.

Baugur Group á 37,34% hlut í Mosaic Fashions, samkvæmt upplýsingum hlutahafaskrá.