Standard & Poor's lækkaði í dag matseinkunn sína á forgangsréttarbréfum húsnæðislánveitendanna Fannie Mae og Freddie Mac. Matsfyrirtækið sagði félögin nú auka áhættu bandarískra yfirvalda.

Einkunnirnar voru lækkaðar eftir að tvö önnur fyrirtæki með ríkisábyrgð sýndu aukið tap á öðrum fjórðungi. Auk þess voru leiddar í lög nýjar reglur sem gera stöðu handhafa forgangsréttarbréfa verri en áður.

Einkunnin var lækkuð úr A- úr AA-.

Aukið rekstrartap og útlánatap er jafnframt talið til ástæðna lægri einkunnar.