Búast má við miklu annríki í Vínbúðum í dag en vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins þar á bæ.  „Reynslan sýnir að flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðina föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi sem er jafnan einn annasamasti dagur ársins,“ segir á vef Vínbúðanna.

Venjan er að flestir viðskiptavinir komi á milli klukkan 16 og 18 eða allt að 7.000 viðskiptavinir á klukkustund.  Þar sem álagið er mest er algengt að grípa þurfi til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Í fyrra seldust 713 þúsund lítrar í vikunni fyrir verslunar, en þar af seldust 225 þúsund lítrar á föstudeginum.