Third Point LLC, félag sem er meðal stærstu eigendum í Yahoo, berst nú fyrir því að Scott Thompson, forstjóri Yahoo, verði rekinn vegna þess að hann hefur ekki leiðrétt staðreyndarvillur um menntun sína í ferilskrá. Bloomberg greinir frá málinu. Forsvarsmenn Third Point vilja einnig stjórnarsæti í Yahoo og telja félagið illa rekið.

Eigendurnir segja það ekki vera rétt, líkt og fram hefur komið í ferilskrá Thompson, að hann sé með gráðu í tölvunarfræði. Third Point-menn telja þetta alvarlegt og Thompson skuli því vera látinn fara.