„Svimandi háir vextir, fallandi króna, hlutabréfamarkaður sem fallið hefur um helming. Það er eitthvað rotið í lýðveldinu Íslandi. Það harðnar á dalnum á Íslandi, svimandi há verðbólga  og Evrópumet í vöxtum, verðmæti félaganna í kauphöllinni hefur lækkað um helming á fáum mánuðum, mikill halli er á viðskiptum við útlönd og íslenska króna hefur snarfallið gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum."

Þannig að er upphafið að fréttaskýringaflokki sem viðskiptavefur norska blaðsins Aftenposten, E24, hóf að birta í dag eftir blaðamann sinn Sindre Heyerdahl sem skrifar frá Reykjavík.

"En það þarf greinilega meira til þess að fá blóðið til að frjósa í æðum íslensku víkinganna. Þannig telur Geir Haarde, forsætisráðherra, að hægt sé að sigrast á vandamálunum. Grunnstoðirnar eru í góðu lagi þrátt fyrir mótbyr sem stendur. Hann má meðal annars rekja til þess sem gerst hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þrátt fyrir að íslensku bankarnir séu smáir á heimsvísu eru þeir stórir hér,„ segir hinn hálfnorski Haarde, við E24.”

Ljóst er af greininni að Sindre hefur rætt við fjölda manna á Íslandi um stöðu efnahagsmála, vextina, verðbólguna og fall krónunnar.

Í þessari fyrstu fréttaskýringu er auk forsætisráðherra m.a. rætt við Þórð Friðjónsson forstjóra OMX á Íslandi, Finn Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og Þórð Pálsson hjá Kaupþingi.

En norski blaðamaðurinn ræðir líka við hinn almenna borgara og skrifar „Maðurinn á götunni er ekki jafnískaldur [og forsætsiráðherra]. Veiking krónunnar gerir það að verkum að íslendingar verða varir við verðhækkanir, ekki síst á mat.”

Hér má sjá grein E24