Hallalaus rekstur ríkissjóðs á árinu 2014, eins og áætlanir gera ráð fyrir, er ein mikilvægasta forsendan fyrir því að hægt sé að losa um gjaldeyrishöftin. „Ég svara því hiklaust játandi. Þetta er ein mikilvægasta forsenda þess að hægt sé að losa höftin án þess að það verði óstöðugleiki, að það ríki traust á greiðslugetu ríkissjóðs,“ sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri þegar hann kynnti nýjasta rit Fjármálastöðugleika á föstudag í síðustu viku. Arnór kynnti ritið ásamt Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra Fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. Þau voru spurð hvort brestur forsendunnar gæti einn og sér valdið töfum á afnámi hafta.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.