„Við erum ekki með neitt slúður. Engin ráð til að leysa hin ýmsu vandamál. Ekki liði eins og „steldu stílnum“ eða umfjöllun um hverjir voru hvar. Við erum nýtt blað fyrir konur, um konur. En við ætlum okkur að vera kröfuharðari,“ segir Hildur Sif Kristborgardóttir, ritstjóri hins nýja blaðs VOLG.

Hildur segir verkefnið spennandi og að gerðar séu miklar kröfur til gæða. Þannig horfi hún mikið erlendis hvað varðar varðar útlit blaðsins og annað og leggi áherslu á gæði í myndum, umbroti og öðru.

Auk Hildar eru það þær Sara María Júlíudóttir, stílisti, og Ásta Kristjánsdóttir, ljósmyndari, sem koma að blaðinu.

Blaðið kemur í fyrsta sinn út nú um mánaðarmótin. Það verður gefið út í 10.000 einstökum og því dreift frítt. Það er gefið út af útgáfufélaginu Goggi.