"Seðlabankinn er að að vinna í málinu og í þessum efnum eins og öðrum er ekkert klárt fyrr en allt er klárt," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, um væntanlegt risalán rússneska Seðlabankans til Íslendinga, á blaðamannafundi í Iðnó. "Það er ekki búið að ganga frá því á hvaða kjörum það er en þetta eru mikil  og góð tíðindi og þakkarverð af hálfu rússneskra yfirvalda," sagði Geir og sagði að Seðlabankinn væri að vinna í málinu. "Í þessum efnum eins og örðum er ekkert klárt fyrr  en allt er klárt." Í svari hans við spurningu á blaðamannafundinum kom fram að ef af verður yrði um fjögurra milljarða evra lán að ræða.

Geir sagðist sjálfur hafa lagt drög að því síðsumars að leitað yrði hófanna hjá rússneskum yfirvöldum "um að við fengjum gjaldeyrisláln hjá þeim. Það mál hefur  verið í vinnslu síðan."

Geir sagði að Rússarnir væru búnir að ræða málið á mjög jákvæðum nótum og í dag eða á morgun fari menn héðan til þess að ræða við þá um framhalda málsins. "Það er ekki búið að ganga frá því á hvaða kjörum það er en þetta eru mikil  og góð tíðindi og þakkarverð af hálfu rússneskra yfirvalda," sagði Geir og sagði að Seðlabankinn væri að vinna í málinu. "Í þessum efnum eins og öðrum er ekkert klárt fyrr  en allt er klárt."

Ég get ekkert meira um þetta sagt annað en að það er ákveðinn vilji af þeirra hálfu til að ljúka þessu," sagði Geir og kvaðst ekki geta tjáð sig um fjárhæð og kjör lánsins en sagði að ef og þegar slíkt lán kemur muni það styrkja gjaldeyrisvaraforðann og trúna á íslenskt fjármálalíf.

Eins og vb.is greindi frá í morgun hefur Seðlabankinn sent frá sér tilkynningu um að lánveitingin sé frágengin af hálfu Rússa. Síðar sendi Seðlabankinn frá sér áréttingu um að löndin hafa ákveðið að hefja viðræður um fjármálaleg atriði innan fárra daga.