Eignaverð hækkaði um 3% að raunvirði í febrúar síðasliðnum samkvæmt Eignaverðsvísitölu KB banka sem nær yfir þrjá helstu eignaflokkanna, fasteignir, hlutabréf og skuldabréf. Hækkun vísitölunnar var um 4% í janúar sem var næst mesta einstaka hækkun á vísitölunni. Þetta felur í sér að tólf mánaða hækkun eignaverðs er enn um 25% en hraði eignaverðs hækkana hefur verið milli 18 og 25% síðan í ágúst 2003. Það er fyrst og fremst um 5% hækkun fasteignaverðs í febrúar síðastliðnum sem þrýstir eignaverði upp að þessu sinn en fremur hófleg hækkun var á hlutabréfaverði eða 1,9% og 0,8% á skuldabréfaverði.

Síðastliðinn vetur hefur það fyrst og fremst verið fasteignaverð sem hefur kynt hækkun eignaverðs sem er öfugt við það sem var á síðasta vetri 2003-2004 en þá var það fyrst og fremst hlutabréfaverð sem leiddi hækkanir á eignaverði. Athygli vekur hversu langvinn núverandi hækkun eignaverðs er en í síðustu uppsveiflu stóð hækkun eignaverðs í um 19 mánuði eða frá september 1998 til og með apríl 2000. Á þeim tíma hækkaði var hraði eignaverðs hækkana 10 til 15% á mánuði. Ljóst er að núverandi eignaverðs hækkanir eru orðnar langvinnari en í síðustu uppsveiflu auk þess sem að hækkun eignaverðs nú er nærri tvöfalt meiri.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.