Michael Gove, dómsmálaráðherra og annar helsti talsmaður úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu, hefur verið rekinn og tekur Liz Truss við af honum.

Margir nýjir en aðrir halda sínu

Menntamálaráðherrann Nicky Morgan verður heldur ekki með í nýrri ríkisstjórn Theresu May, nýs forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokks Bretlands. Í hans stað kemur ráðherra þróunarmála, Justine Greening. Menningarmálaráðherrann John Whittingdale var einnig látinn taka pokann sinn, meðan Heilbrigðismálaráðherrann Jeremy Hunt hélt sínu embætti.

Amber Rudd tók við fyrrum hlutverki May sem innanríkisráðherra, David Davis var gerður að sérstökum ráðherra Brexit, eða málefna er varða útgönguferli Bretlands úr ESB og Liam Fox tók við nýju ráðuneyti alþjóðaviðskipta. Michael Fallon hélt stöðu sinni sem varnarmálaráðherra.

Sagður þurfa að biðjast afsökunar

Eins og áður sagði var Boris Johnson hinn helsti talsmaður þeirra sem börðust fyrir úrsögn Bretlands úr sambandinu, gerður að utanríkisráðherra. Sagðist hann vera mjög stoltur og auðmjúkur að taka við skipuninni.

„Klárlega höfum við núna gríðarmikilvægt tækifæri fyrir þetta land til að láta samskipti okkar við Evrópu og restina af heiminum vera vel heppnuð og er ég mjög spenntur fyrir að vera beðinn að fá að taka þátt í því,“ sagði Boris Johnson.

Leiðtogi Frjálslyndra demókrata, Tim Farron, sagði hins vegar að nýji utanríkisráðherrann myndi þurfa að „eyða meiri tíma í að biðjast þjóðir afsökunar sem hann hefur móðgað,“ heldur en að sinna starfi sínu.