Eins og búist hafði verið við náði sérstök þingnefnd bandaríska þingsins ekki samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálum, en hlutverk hennar var að minnka fjárlagahallan.

Í frétt Bloomberg segir að þetta geti stefnt veikum efnahagsbata í Bandaríkjunum í voða, því samkvæmt samkomulagi repúblikana og demókrata frá í ágúst munu nokkrar skattalagabreytingar sjálfkrafa snúast við vegna getuleysis sérstöku nefndarinnar.

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í gær vegna frétta af því að ekkert samkomulag hefði náðst. Dow Jones lækkaði um 2,11%, S&P 500 um 1,86% og Nasdaq um 1,92%.