Gengi hlutabréfa á Grikklandi tók djúpan sveig niður á við í dag eftir að ákveðið var að samunaviðræðum Grikklandsbanka og Eurobanka var slitið. Óttast var að banki sameinaður á grunni þeirra yrði of umfangsmikill í grísku fjármálalífi og gæti þrot hans haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið.

Gengi hlutabréfa bankanna hrunið um 30% og Alpha-banka og Piraeus um 20%. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, hafa tilkynnt í gærkvöldi að þótt ekkert verði af samrunanum þá verði bankarnir endurfjármagnaðir. Innspýtingin er liður í björgunaráætlun á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.