Það er ekkert vit í því að steypa þjóðinni út í kosningabaráttu og hatrammar deilur á þessum vetri, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina.

Geir sagði að það væri ekkert vit í því að hafa óstarfhæfa stjórn í landinu um þessar mundir.

Tillagan um vantraust væri því vanhugsuð.

Auk þess hefði ríkisstjórnin traustan meirihluta sem væri samstillt í því að leiða þjóðina út úr núverandi þrengingum.