Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði í viðtali á sunnudaginn að hann byggist ekki við því að OPEC-samtökin, sem framleiða 40% af allri olíu heimsins, myndu ákveða að minnka olíuframleiðslu sína enn frekar á næsta fundi sínum sem verður haldin þann 15. mars.

Naimi lét hafa það eftir sér að hann teldi að olíumarkaðurinn væri í nokkuð góðu jafnvægi um þessar mundir og því engin ástæða til að gera einhverjar breytingar. Hins vegar sagði hann að enn væri um mánuður í að OPEC-samtökin tækju ákvörðun og þess vegna væri óráðlegt að ætla slá einhverju föstu strax.

Olíuframleiðsla Sádi-Arabíu hefur minnkað um eina milljón tunna á dag á síðustu sex mánuðum og er núna í kringum 8,6 milljónir tunna á dag.

Olíuverð náði lágmarki um miðjan síðasta mánuð, þegar verð á hráolíu fór niður í 59,89 Bandaríkjadali á tunnu, en hefur síðan þá hækkað og stóð í 59,89 dollurum við lokun markaða síðasta föstudag.