Í júní mánuði voru 4,67 milljón laus störf í Bandaríkjunum sem er hæsta talan síðan árið 2001. Í maí voru 4,58 milljón laus störf og því voru 94.000 fleiri stöður í boði milli mánaða.

Aukning í lausum störfum auk fleiri ráðninga og færri uppsagna í Bandaríkjunum bendir til þess að hagkerfið fari batnandi í landinu.

Joseph LaVorgna aðalhagfræðingur Deutsche Bank í New York segir í viðtali við Bloomberg að um er að ræða jákvæða framför í efnhagslífinu, en að hún sé hæg og ójöfn.