Chakib Khelil sem tók við forsæti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, nú um áramótin segir að ekki sé hægt samtökunum um hátt olíuverð um þessar mundir en ríki innan OPEC framleiða um 40% af allri olíu í heiminum í dag.

Á fréttavef Bloomberg er haft eftir Khelil að næg olía sé á markaði og ekki hægt að kenna skorti á henni um hátt verð. “Hátt verð er afleiðing ástandsins í Nígeríu og Pakistan og kreppunnar í Bandaríkjunum,” segir Khelil.

Khelil neitaði að svara spurningum blaðamana um hvort ákvörðun yrði tekin um að auka olíuframleiðslu OPEC ríkja til að slá á verði á fundi samtakanna 1. febrúar næst komandi.