Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út nýtt verðmat á Dagsbrún og metur félagið á 5,15 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi þess á 5,8 krónur á hlut. Gengi Dagsbrúnar er nú 5,37 og mælir greiningardeildin með að fjárfestar minnki við hlut sinn.

?Dagsbrún hefur gengið í gegnum róttækar breytingar að undanförnu sem gerir samanburð við fyrri ár ill sambærilegan. Við fyrstu sýn þykir okkur erfitt að koma auga á þau samlegðaráhrif sem eru með ólíkum einingum innan samstæðunnar og því teljum við nokkra áhættu fólgna í því hvort stjórnendum félagsins takist að hrinda metnaðarfullum áformum sínum um krosssölu í framkvæmd. Að auki hefur verið töluverður viðsnúningur í nokkrum rekstrareiningum félagsins sem eykur ennfremur á rekstraráhættu en rekstur félagsins er orðinn fjölbreyttur og víðfeðmur," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin telur áhættu því samfara hversu skuldsett samstæðan er og segir það geti hamlað áhættuþoli félagsins, líkt og við útgáfu fríblaðs í Danmörku. Hún segir þó að innan Dagsbrúnar séu að finna ýmsar mjög áhugaverðar og arðsamar rekstrareiningar.