Söluferli fraktflugfélagsins Bláfugls ehf., er lokið án þess að félagið hafi verið selt. Í tilkynningu frá Miðengi, móðurfélagi Bláfugls, segir að í kjölfar auglýsingar og opins útboðs hafi viðræður hafist við hæstbjóðanda.

Viðræðum er nú lokið án þess að til sölu hafi komið á eignarhlutnum þar sem tilboðsgjafa tókst ekki að ljúka fjármögnun sinni. Formlegu söluferli á hlutnum er því lokið.

Í tilkynningunni segir að þó svo formlegu söluferli sé lokið þá er það takmark eigandans að selja eignarhlutinn m.a. með hliðsjón af skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur sett.