Óskar Magnússon tilkynnti fyrir stundu að hann mundi láta af störfum sem forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar 15. nóvember næst komandi.

,,Ég tel eðlilegt að forstjóri eins og ég stígi til hliðar í kjölfar eigendaskipta á Tryggingamiðstöðinni og að nýir eigendur fái þannig tækifæri til að innleiða nýjar stjórnunaraðferðir,? sagði Óskar í stuttu samtali við vb.is.

Sigurður Viðarsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar en hann starfaði áður hjá Kaupþing líf.  Sigurður er viðskiptafræðingur fá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kaupþingi líftryggingum frá árinu 1997. Sigurður var síðast forstöðumaður fjármála- og vátryggingarsviðs og staðgengill forstjóra. Hjá Kaupþingi líftryggingum hefur hann m.a. borið ábyrgð á samskiptum við endurtryggjendur, vöruþróun og rekstri vátryggingastofns félagsins.