Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á Alþingi bent á að buxur sem hún klæddist líktust gallabuxum. Slíkt er fyrir neðan virðingu þingsins og þurfti hún að hafa fataskipti.

Elín hafði orð á þessu á þingfundi í dag þar sem fjallað var um störf þingsins. Elín fjallaði þar um nýlega skýrslu OECD um skólakerfið.

„Ég þakka kærlega fyrir leyfi sem þú gefur mér til að stíga hér í ræðustól þrátt fyrir að ég klæðist buxum sem gætu talist gallabuxur. Og ég mun að sjálfsögðu hlýta þeim góðlátlegu tilmælum sem til mín höfðu verið beint að fara heim og skipta um. Ég mun gera það strax að þessari ræðu lokinni enda er mér ekkert eins hugleikið og virðing hins háa Alþingis,“ sagði Elín um fatavalið.