Ellefu starfmönnum hjá frystihúsi HB Granda á Vopnafirði var sagt upp í dag. Greint er frá þessu á vef Austurfrétta .

Í tilkynningu á heimasíðu ALFs starfsgreinasambands segir að áður hafi verið þremur starfsmönnum verið sagt upp og tveir séu að hætta af öðrum ástæðum. Alls hafi því horfið 16 störf á stuttum tíma, sem jafngildi 5.600 störfum á höfuðborgarsvæðinu. Á vefsíðu félagsins segir að starfsmennirnir séu flestir af erlendum uppruna.

Búið er að hafa samband við Vinnumálastofnun til þess að kanna hvort lög um hópuppsagnir eigi við, en þau kveða á um að haft sé samráð við stéttarfélög og Vinnumálastofnun í aðdraganda þeirra.

Í fréttinni segir jafnframt að hætt sé við frekari uppbyggingu frystihússins á Vopnafirði sem áður hafði verið boðað til.