Gamla eikarborðið sem formenn flokkanna settust við á fundum sínum með forseta Íslands í vikunni er með elstu borðum landsins. Í Morgunblaðinu í dag segir um borðið að það hafi verið keypt til landsins ásamt öðrum húsmunum frá Bretlandi í tíð Sveins Björnssonar, ríkisstjóra Íslands og fyrsta forseta landsins. Pétur Benediktsson, sendiherra í Lonon, hafði milligöngu um kaupin á borðinu, sem hefur verið notað á Bessastöðum allan lýðveldistímann.

Í Morgunblaðinu segir að borðið er sterklega byggt og vel með farið. Búið er að aldursgreina borðið og talið að það sé hátt í 400 ára gamalt.

Blaðið segir sögu eikarborðsins hins vegar ekki þekkta, s.s. sé ekki vitað hvort það hafði áður verið á óðalssetri eða breskri knæpu.