Elvar Steinn Þorkelsson.
Elvar Steinn Þorkelsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Elvar Steinn Þorkelsson hefur hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi á sviði upplýsingatækni. Þá hafa fjórir nýir ráðgjafar á sviði upplýsingatækni verið ráðnir til fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Capacent. Þar kemur fram að Elvar var einn af stofnendum Teymis og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins árin 1995-2002. Elvar setti á laggirnar og var framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi árin 2003-2006. Að því búnu starfaði hann sem stjórnandi hjá Microsoft í Rússlandi og austur-evrópu höfuðstöðvum Microsoft í Þýskalandi um nokkurra ára skeið. Elvar útskrifaðist í sumar sem leið með meistarapróf í viðskiptafræðum (MBA) frá Kentháskólanum í Canterbury. Elvar er jafnframt tölvunarfræðingur að mennt frá Kalíforníuháskólanum í Chico.

Elvar mun starfa með ráðgjafateymi Capacent sem veitir viðskiptavinum alhliða ráðgjöf við hagnýtingu upplýsingatækni og við að nýta betur þau verðmæti sem felast í fjárfestingum fyrirtækja í upplýsingatækni.

Sem fyrr segir hafa einnig verið ráðnir fjórir nýir ráðgjafar á sviði upplýsingatækni. Þetta eru þeir Árni Haukur Árnason, Sigurbergur Árnason, Sæmundur Melstað og Theódór R. Gíslason.


Árni Haukur Árnason.
Árni Haukur Árnason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Árni Haukur Árnason er með meistaragráðu í upplýsingatækni frá Árósarháskóla og hefur á undanförnum árum starfað sem sérfræðingur hjá Opnum kerfum og Teris.

Sigurbergur Árnason.
Sigurbergur Árnason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sigurbergur Árnason er sérfræðingur í Microsoft hugbúnaðarleyfum og hefur starfað við sérhæfða ráðgjöf á sviði hugbúnaðarleyfa (Software Asset Management) síðan 2004 og hefur tilheyrandi viðurkenningar frá Microsoft.

Sæmundur Melstað.
Sæmundur Melstað.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sæmundur Melstað er tölvunarfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með um 25 ára reynslu í upplýsingatæknimálum. Sæmundur starfaði sem upplýsingatæknistjóri Húsasmiðjunnar árin 1991-2001 og síðan sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá sama fyrirtæki árin 2001-2011

Theódór R. Gíslason.
Theódór R. Gíslason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Theódór R. Gíslason er tölvunarfræðingur og hefur unnið við tæknileg öryggismál í á annan áratug og framkvæmt veikleikaúttektir fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Íslands. Að auki hefur Theódór verið virkur á alþjóðlegum vettvangi upplýsingaöryggismála með þróun öryggistóla, birtingu alvarlegra öryggisveikleika, og forritum til að nýta öryggisveikleika.