Tónlistarútgefandinn EMI hækkaði tilboð sitt í Warner Music í 4,6 milljarða bandaríkjadali (352 milljarðar króna) og hafnaði gagntilboði frá þeim, við það magnaðist sex ára valdabarátta við að reyna búa til næststærstu tónlistarútgáfu í heimi, segir í frétt Bloomberg.

Hlutabréf EMI hafa ekki verið hærri síðustu fjögur ár. EMI hafnaði tilboði sem hljóðaði upp á 320 pens á hlut frá Warner og segir að tilboð sitt, 31 bandaríkjadalur á hlut, sé mun betra. Tilboð Warner metur fyrirtækið á 4,6 milljarða bandaríkjadali.

Stjórnarformaður EMI, Eric Nicoli, hefur verið að reyna að kaupa Warner, sem er með á sínum snærum listamenn á borð við Madonnu og James Blunt, frá því árið 2000. Markaðhlutdeild sameinaðs fyrirtækis væri um 25% en Universial Music er stærsta tónlistarútgáfa heims.

?Það virðist vera mikil barrátta á milli þessara tveggja aðila um það hver muni stjórna hinu sameinaða fyrirtæki," segir Henk Potts, sjóðsstjóri hjá Barclays Stockbrokers í London. ?Það er augljóst að það er skynsamlegt fyrir fyrirtækin að sameinast. Það myndi hjálpa þeim að keppa á alþjóðvísu og veita stærðarhagkvæmi."