*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 12. júní 2021 18:04

Endurbættur Model S á markað

Tesla gaf á dögunum út endurbætta útgáfu af Model S rafbifreiðinni til þess að setja aukinn kraft í sókn á lúxusrafbílamarkaðinn.

Ritstjórn
Milljarðamæringurinn skrautlegi, Elon Musk, er forstjóri Tesla.
EPA

Tesla gaf á dögunum út endurbætta útgáfu af Model S rafbifreiðinni í viðleitni til að auka áhugann á tegundinni, sem fyrst kom á markað fyrir tæpum áratug síðan. Að auki vill Tesla færa aukna hörku í samkeppnina við Mercedes-Benz og Lucid Motors á lúxusrafbílamarkaðnum. Reuters greinir frá.

Tesla gjörbylti rafbílamarkaðnum er fyrirtækið gaf út Model S rafbílinn árið 2012 en eftir því sem árin hafa liðið hefur samkeppnin við aðra bílaframleiðendur sem hafa sótt inn á rafbílamarkaðinn harðnað.

Hefur 129.990 dala verðmiða verið slengt á þessa nýju útgáfu, en til samanburðar kostar long-range útgáfan af Model S 79.990 dali.

Stikkorð: Tesla Model S