Nokia hefur ákveðið að setja aftur á markað 3310 símann sinn gamla, sem líklega má telja einn vinsælasta síma sögunnar og jafnframt þann endingarmesta.

Í markaðssetningu á símanum sem upphaflega var settur á markað árið 2000 verður lögð áhersla á hve endingargóður hann er, bæði í líftíma rafhlöðunnar og styrk umgjarðarinnar sjálfrar.

Verður hann seldur fyrir einungis 59 evrur, eða sem nemur 7 þúsund krónum. Munu framleiðendur hvetja fólk til að kaupa hann sem traustum varasíma en jafnframt verður höfðað til þeirra sem eiga góðar minningar um gamla símann.

Enn er þó hægt að kaupa 3310 símann á Amazon þó einungis frá sjálfstæðum söluaðilum en ekki Amazon fyrirtækinu sjálfu.