*

laugardagur, 18. september 2021
Erlent 13. maí 2020 14:02

Enduropnun hagkerfa líkist list

Ríki og fyrirtæki gætu séð eftir of mikilli skuldaukningu að mati OECD. Hver mánuður útgöngubanns dregur úr 2% af hagvexti.

Ritstjórn
Angel Gurría, aðalritari OECD
Haraldur Guðjónsson

Angel Gurría, aðalritari OECD, varar við því að skuldaaukning ríkissjóða og fyrirtækja til þess að tækla kórónukreppuna gæti „komið í bakið á okkur“ í viðtali við Financial Times í dag. 

Hinn mexíkóski Gurría sem leitt hefur OECD í 14 ár segir að ríkisstjórnir gætu þurft að nýta nýtt lánsfjármagn til að bjarga fyrirtækjum og afskrifa stóran hluta ríkistryggðra lána. 

Gurría spáir því að flest hagkerfi muni jafni sig hægar af efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar heldur en greiningaraðilar höfðu upphaflega gert ráð fyrir. Hann telur að það gæti tekið meira en tvö ár fyrir margar þjóðir að ná sér aftur á strik. 

„Ég er ekki sannfærður um að efnahagsbatinn verði V-laga“ sagði Angel Gurría. „Ég held að hann verði líkari U. Aðalatriðið er að stytta neðri hluta U-kúrvunnar.“ 

Samkvæmt Gurría spáir OECD því að fyrir hvern mánuð af ströngu útgöngubanni má búast við 2% minni hagvexti. Hann varar ríkisstjórnir og fyrirtæki við því að einfalda og stytta framleiðslukeðjur til að framleiða stærri hluta hennar innanlands eða til þess að vera minna berskjölduð fyrir truflunum eins og kórónuveirunni. 

Angel Gurría telur að stjórnvöld þurfi að prófa sig áfram í aðgerðum til að enduropna hagkerfin. „Þetta eru ekki vísindi heldur líkist þetta meira list."   

Stikkorð: OECD Angel Gurría kórónuveira