*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 19. mars 2021 16:29

Endurráða 48 flugmenn

Icelandair mun fljúga einu sinni í viku til Barselóna og þrisvar í viku til Portland í sumar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur endurráðið tuttugu flugmenn sem var sagt upp störfum á síðasta ári og 28 til viðbótar koma til starfa í byrjun apríl. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn RÚV.

Flugfreyjur og -þjónar sem fóru í hlutastörf vegna niðurskurðaraðgerða á síðasta ári munu fara aftur í fullt starf frá og með 1. maí næstkomandi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort flugfreyjum sem sagt var upp í fyrra verði boðin störf sín aftur. 

Þá hefur Icelandair nýlega bætt Barselóna or Portland í Oregon ríki við leiðakerfi sitt. Flogið verður einu sinni í viku til Barselóna og þrisvar í viku til Portland. Flugfélagið flýgur því alls til 34 áfangastaða í sumar, þar af eru 22 í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku. 

Stikkorð: Icelandair leiðakerfi