Gjaldþrotabeiðni BM Vallár verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samþykki dómurinn beiðnina verður í skipaður skiptastjóri yfir búinu. Hann mun svo taka ákvörðun um framhaldið í samráði við stærstu kröfuhafana, sem eru Arion banki og Landsbankinn. Stefán Logi Haraldsson, aðstoðarforstjóri BM Vallár, segist ekki geta sagt til um hvað framtíðin beri í skauti sér. Það sé skiptastjóra að ákveða það.

Á mbl.is er birt tilkynning frá stjórnendum félagsins. Þar segir að á fundi með viðskiptabönkum félagsins, Arion banka og Landsbanka, síðastliðinn föstudag var óskað eftir því að félagið fengi heimild til að leggja fram nauðasamningsfrumvarp. Því hefði stjórnendur Arion banka hafnað.

Í Viðskiptablaðinu í síðustu viku var sagt frá endurreisnaráætlun stjórnenda BM Vallár sem meðal fólst í því að selja lífeyrissjóðum skuldabréf félagsins. Að auki voru áform uppi um að afskrifa 4.725 milljóna króna skuldir félagsins  við lánastofnanir.