Endurskoðendur XL Leisure sæta nú skoðun hjá aganefnd breskra endurskoðenda (AADB) að ósk stærsta endurskoðendaskrifstofu Bretlands.

AADB hefur heimild til þess að skoða störf stjórnenda fyrirtækja ef þeir eru löggiltir endurskoðendur. Þrátt fyrir það er ekki vitað til þess að neinn stjórnandi XL Leisure sé löggiltur endurskoðandi.

Frá þessu er greint á fréttavef Guardian.

Ekkert þykir þó benda til þess að stjórnendur XL Leisure hafi hegðað sér ósæmilega.

XL Leisure varð gjaldþrota fyrir fimm vikum. Eimskip var aðaleigandi að XL Leisure Group.