Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, var lögð fram nokkrum dögum eftir að skýrsla Hagfræðastofnunar um aðildarviðræðurnar var gerð opinber. Þetta var meðal annars gagnrýnt af stjórnarandstöðunni.

Í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins:

„Ég held að það sé öll­um ljóst að það hafi verið farið full­bratt á eft­ir skýrsl­unni fram með til­lög­una. Ég hef skiln­ing á því að mönn­um þykir sem að skýrsl­an hafi ekki fengið nægi­lega umræðu áður en til­lag­an kem­ur fram. Það er hins veg­ar ekk­ert nema eðli­legt að rík­is­stjórn­in geri grein fyr­ir vilja sín­um í mál­inu, eins og í raun er verið að gera með þess­ari þings­álykt­un­ar­til­lögu."

„Það hefði mögu­lega mátt finna betra tíma­setn­ingu fyr­ir það eða ígrunda það leng­ur og bet­ur nákvæmlega hvað væri eðli­legt fram­hald í kjöl­far þess að skýrsl­an var lögð fram og rædd. Hvað sem öllu öðru líður þá er þessi rík­is­stjórn ekki að fara í viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Það er auðvitað aðal­atriði máls­ins,“ sagði Bjarni í þættinum Sprengisandi.