Gjaldeyrishöft bjaga fjármálamarkaði og takmarka framboð fjárfestingarkosta.Velta og ávöxtun á innlendum skuldabréfamarkaði litast einmitt af þeim.

Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans.

Þar segir að lágir raunvextir stuðli að hærra eignaverði og neikvæðir raunvextir geta leitt til óhagkvæmra fjárfestingarákvarðana. Hvorki er hins vegar að sjá skýr merki um bólumyndun á fasteignamarkaði af völdum gjaldeyrishaftanna né mikil merki um neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika af þeirra völdum.

„Þvert á móti draga höftin, á meðan þau vara, úr líkum á áhlaupi á fjármögnun bankakerfisins og ríkissjóðs, sem um þessar mundir er t.d. verulegt áhyggjuefni á evrusvæðinu,“ segir í ritinu.