Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýjum tölum frá evrópsku hagstofunni Eurostat.

Bráðabirgðaútreikningar Eurostat höfðu sýnt fram á 0,1% hagvöxt en í morgun tilkynnti stofnunin að hagvöxturinn væri enginn. Í dag nota 16 ríki af 28 ríkjum Evrópusambandsins evruna.

Það þýðir að samdráttur á evrusvæðinu nam því 2,2% í fyrra, sem er mestu samdráttur á einu ári frá því að evran var tekin upp. Það er þó nokkuð í takt við væntingar þar sem gert var ráð fyrir 2,1% samdrætti.

Á sama tíma og þessar tölur birtust greindi Pier Carlo Padoan, yfirhagfræðingur OECD frá því að hagvöxtur á meðal OECD ríkja yrði að öllum líkindum minni á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en áður var gert ráð fyrir.