Gert er ráð fyrir að sérstakur 10,5% f jársýsluskat tur eða „bankaskattur“ á launagreiðslur fjármálafyrirtækja, trygginga-félaga og lífeyrissjóða muni skila um 4,5 milljörðum í ríkissjóð. Hörð gagnrýni hefur komið fram á fjársýsluskattinn, m.a. annars hjá fjölda aðila sem veitt hafa umsagnir um frumvarpið. Þessi skattur mun bætast við margs konar sértæka skatta sem fyrir eru lagðir á íslenska banka- og fjármálakerfið.

Þótt ríkin í kringum okkur skattleggi flest og skoði aukna skattheimtu á fjármálageirann má þó með rökum halda því fram að skattaflóran á Íslandi sé orðin ærið litskrúðug þegar kemur að fjármálageiranum og að í reynd nýti íslensk stjórnvöld sér allar mögulegar leiðir í skattheimtu á fjármálafyrirtæki í stað þess að marka sér tiltekna meginstefnu í þeim málum eins og flest Evrópuríki hafa eða eru að gera um þessar mundir.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.