Ekkert flugfélag hefur nýlega skoðað möguleikann á því að bjóða upp á áætlunarferðir til útlanda frá Akureyri eða Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Túristi greinir frá þessu.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa nefnd sem á að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Á starfshópurinn að skila niðurstöðum eftir þrjá mánuði.

Fyrir nokkrum árum íhuguðu forsvarsmenn Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, að hefja áætlunarflug hingað til lands og horfðu þeir meðal annars til Akureyrar. Sá áhugi er hins vegar ekki lengur fyrir hendi og síðan þá hefur ekkert annað flugfélag skoðað möguleikann á slíku flugi.