Árdís Ethel Hrafnsdóttir var nýlega ráðin regluvörður hjá Eik fasteignafélagi en hún hefur starfað fyrir félagið sem lögfræðingur þess frá ársbyrjun. Aðspurð segist hún kunna vel við nýja starfið. „Það er enginn dagur eins og það er í raun það sem ég dýrka við þetta starf. Einn daginn er ég á fullu í stjórnarstörfum og fundargerðum og einhverju regluvörslutengdu, annan daginn er ég með strákunum í viðhaldinu í einhverri vettvangskönnun og enn annan daginn er ég að fást við innheimtu og rukkun,“ segir Árdís um starfið en í því sér hún alfarið um samningagerð félagsins auk þess sem hún sér um innheimtumál þess og er ritari stjórnar.

Áður hafði Árdís starfað hjá SMI fasteignafélagi en hún var ráðin þangað beint eftir að hún útskrifaðist úr meistaranámi í Svíþjóð. „Þetta var mjög reynsluríkur tími þar sem ég byrjaði á því að taka þátt í sölu eigna félagsins í Lettlandi og Litháen. Í kjölfarið hófst sala á eignum SMI hérna heima líka, t.d. Turninum og Smáratorgi, en það var ferli sem tók ár og í janúar 2014 þá fórum við þrír starfsmenn frá skrifstofu SMI yfir til Eikar.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð .