Tillögur að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir því að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði farinn þaðan árið 2030. Fram kemur um málið í Morgunblaðinu í dag að aðalskipulagið marki tímamót þar sem gert er ráð fyrir að 90% nýrra íbúða rísi innan núverandi þéttbýlismarka og er sérstaklega litið til þriggja svæða: Miðborgarinnar og gömlu hafnarinnar, Elliðaárvogs og Vatnsmýrarinnar. Blaðið bendir á að þrátt fyrir þetta hefur engin niðurstaða fengist um það hvar Reykjavíkurvöllur verður í framtíðinni en gert er ráð fyrir því að annarri af tveimur flugbrautum verði lokað árið 2016 og hinni 2024. Páll segir fyrirhugaðan flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni ekki ný tíðindi en borg og ríki þurfi að komast að samkomulagi hvað þetta varðar og gerir hann ráð fyrir að viðræður verði teknar upp við nýskipaðan innanríkisráðherra.

Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir í samtali við blaðið að gert sé ráð fyrir því að uppbygging hefjist í miðborginni, þá við Elliðaárósa og síðast í Vatnsmýrinni en þar er áætlað að um 3.600 íbúðir rísi á skipulagstímanum. Hann segir fyrirhugaðan flutning á flugvellinum úr Vatnsmýrinni ekki ný tíðindi. Borg og ríki þurfi að komast að samkomulagi um málið. Hann gerir ráð fyrir að viðræður verði teknar upp við nýskipaðan innanríkisráðherra.