Það styttist í að Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun vegna kaupa SÍA II, sjóðs á vegum verðbréfafyrirtækisins Stefnis, á eigum Norvíkur. Í apríl í fyrra var tilkynnt að Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Norvíkur, hygðist selja allar eigur út úr félaginu nema BYKO. Í október var svo tilkynnt að samningar um söluna hefðu náðst, en þeir væru háðir samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Aðspurður hvort nokkrir dagar eða vikur muni líða þangað til Samkeppniseftirlitið lýkur við athugun sína segist forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, ekki geta svarað því. Tveir aðrir sjóðir, sem eru í stýringu Stefnis, eiga samtals 10,6% hlut í Högum. Það er Stefnir ÍS 15 sem á 7,15% og Stefnir ÍS 5 sem á 3,44%.